Erlent

Týndir í Sahara

Fimm þýskir ferðamenn fundust heilir á húfi eftir að hafa verið saknað í fjölda daga í Sahara-eyðimörkinni. Ferðalangarnir eiga yfir höfði sér kæru fyrir stuld á fornminjum. Ferðamennirnir fundust á laugardag í Tassili-þjóðgarðinum, svæði þar sem 32 evrópskum ferðamönnum var rænt á síðasta ári. Þeir höfðu lagt upp í ferð sína frá Túnis 11. nóvember með leiðsögumanni sem þeir stungu af á þriðjudag. Þegar fólkið fannst kom í ljós að það hafði fornmuni úr þjóðgarðinum í fórum sínum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×