Erlent

Safn um helförina

Safn í Jerúsalem um helförina hefur opnað heimasíðu með aðgangi að lífshlaupi um þriggja milljóna gyðinga sem deyddir voru af nasistum. Gagnasafnið er það yfirgripsmesta sinnar tegundar. Síða Yad Vashem-safnsins verður opnuð formlega í dag og geymir upplýsingar sem unnar hafa verið síðustu fimmtíu ár. Fyrir áratug voru um 1.500 manns fengnir til að vinna úr upplýsingum og færa þær á starfrænt form. Leitast er við að skrá upplýsingar um þá sem ekki eru á síðunum og voru myrtir í stríðinu áður en það verður of seint.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×