Erlent

Brögð í tafli?

Ásakanir um kosningasvindl eru komnar fram í Úkraínu þar sem forsetakosningar vour í gær. Útgönguspár bentu til þess að stjórnarandstæðingurinn Viktor Yushchenko hefði náð meirihluta, en tölur kjörnefndar, sem birtar voru á sjöunda tímanum í morgun, gefa hins vegar til kynna að forsætisráðherra landsins, Viktor Yanukovich, hafi hlotið fleiri atkvæði og hafi um hálfs prósents forskot. Stjórnarandstaðan segir greinilegt að tölur úr tveimur héröðum, þar sem stjórnin hlaut mikinn meirihluta atkvæða, hafi verið falsaðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×