Erlent

Bretar halla sér að flöskunni

Nærri fjórðungur allra fullorðinna Breta notar áfengi til að minnka þunglyndi eða auka sjálfstraust. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn lækna í Bretlandi. Þannig drekka 23% Breta áfengi þegar þeim líður illa og tveir af hverjum fimm fá sér í tána áður en þeir njóta ásta. Þá fá heil 14 prósent sér snafs áður en gengið er til vinnu. Það sem kom þó ef til vill mest á óvart í niðurstöðum rannsóknarinnar að yfirstéttarfólk á frekar við áfengisvanda að stríða en aðrir. Heil 50% af þeim sem best hafa það drekka oft eða mjög oft, en hlutfallið hjá öðrum þjóðfélagshópum er aðeins 30%.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×