Erlent

Börn til sölu

Ungabörn ganga kaupum og sölu í austur-Evrópu og verðið er frá rúmum 40 þúsund íslenskum krónum. Sky-fréttastofan greinir frá því að það hafi aðeins tekið fréttamann stöðvarinnar nokkrar mínútur að finna foreldra í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, sem voru reiðubúin að selja krílið sitt fyrir nokkra tugi þúsunda. Eymdin er víða mikil í fátækari löndum Evrópu og samkvæmt þeim sem til þekkja er víða hægt að kaupa börn fyrir rétt verð og jafnvel hægt að semja við óléttar konur um kaup á væntanlegum erfingja. Afar erfitt er að henda reiður á fjölda þeirra barna sem seld eru á ári hverju, en vitað er að vel yfir milljón börn eru flutt milli landa árlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×