Erlent

Ekki eitrað fyrir Arafat

Dánarorsök Jassirs Arafats kemur ekki fram í læknaskýrslum hans að sögn frænda hans sem hefur fengið skýrslurnar afhentar. Eiturefnapróf sýndu þó að engin dularfull eiturefni fundust í blóðrás Arafats og því ólíklegt að honum hafi verið byrlað eitur. Nasser al-Kidwa, frændi Arafats, segir Ísraelsmenn klárlega bera hluta ábyrgðarinnar á dauða Arafats, þar sem þeir hafi haldið honum í einangrun í höfuðstöðum í Ramalla svo misserum skipti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×