Hóf fíl á loft með hugarorkunni 22. nóvember 2004 00:01 Hugleiðslumeistarinn og Íslandsvinurinn Sri Chinmoy er ekki dauður úr öllum æðum þrátt fyrir að vera kominn vel á áttræðisaldur. Kappinn, sem er frægur fyrir lyftur sínar, stóð fyrr í þessum mánuði fyrir þriggja daga friðarhátíð í New York en á þeim tíma lyfti hann nánast öllu sem hönd á festi, mönnum, dýrum og dauðum hlutum, alls ríflega 130 tonnum. Meðal þeirra sem Sri Chinmoy lyfti á hátíðinni voru níu Ólympíuverðlaunahafar. Rússneska langstökksdrottningin Tatyana Lebedeva fékk sérstaka meðferð, hún sat á baki fjögurra tonna fíls sem Chinmoy snaraði á loft. Þessu til viðbótar lyfti hann bifreið, 1.500 bókum og söngkonunni Robertu Flack á meðan hún lék syrpu af sínum vinsælustu lögum á níðþungan flygil sinn. Lyftingarnar eru liður í vitundarvakningu Chinmoys um bræðralag og frið en frá árinu 1988 hefur hann hafið yfir 7.000 manns á loft í viðurkenningarskyni. Að sögn Eymundar Matthíassonar, forsvarsmanns Sri Chinmoy miðstöðvarinnar á Íslandi, gerir meistarinn þetta til að hnykkja á einingu mannkyns. Þannig kom hann hingað til lands í fyrra og lyfti tólf alþingismönnum og árið 1989 fékk Steingrímur Hermannsson, þáverandi forsætisráðherra, svipaða meðhöndlun. Sri Chinmoy er 73 ára gamall og af útliti hans að dæma er erfitt að ímynda sér að kraftajötunn sé þar á ferð. Eymundur segir hins vegar að þessi aldni spekingur virki hugarorkuna með þessum árangri. "Hann leggur áherslu á að þetta sé ekki bara eitthvert skemmtiatriði heldur sé grunnurinn innri vinna, hugleiðsla og einbeiting og það sé forsenda þess sem þú getur gert út á við," segir hann. Að mati Eymundar er útilokað að brögð séu í tafli. "Þarna stóðu menn eins og vaxtarræktartröllið Bill Pearl við hliðina á honum og sáu að enginn maðkur var í mysunni. Pearl sagði að það sem hann hefði orðið vitni að væri engum manni fært, sama á hvaða aldri hann væri." Ekki er útilokað að kappinn heimsæki frostbitna Frónverja á næstunni en Eymundur vill þó engu lofa. "Það er erfitt að fullyrða nokkuð, þetta verður bara að koma í ljós." Erlent Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Hugleiðslumeistarinn og Íslandsvinurinn Sri Chinmoy er ekki dauður úr öllum æðum þrátt fyrir að vera kominn vel á áttræðisaldur. Kappinn, sem er frægur fyrir lyftur sínar, stóð fyrr í þessum mánuði fyrir þriggja daga friðarhátíð í New York en á þeim tíma lyfti hann nánast öllu sem hönd á festi, mönnum, dýrum og dauðum hlutum, alls ríflega 130 tonnum. Meðal þeirra sem Sri Chinmoy lyfti á hátíðinni voru níu Ólympíuverðlaunahafar. Rússneska langstökksdrottningin Tatyana Lebedeva fékk sérstaka meðferð, hún sat á baki fjögurra tonna fíls sem Chinmoy snaraði á loft. Þessu til viðbótar lyfti hann bifreið, 1.500 bókum og söngkonunni Robertu Flack á meðan hún lék syrpu af sínum vinsælustu lögum á níðþungan flygil sinn. Lyftingarnar eru liður í vitundarvakningu Chinmoys um bræðralag og frið en frá árinu 1988 hefur hann hafið yfir 7.000 manns á loft í viðurkenningarskyni. Að sögn Eymundar Matthíassonar, forsvarsmanns Sri Chinmoy miðstöðvarinnar á Íslandi, gerir meistarinn þetta til að hnykkja á einingu mannkyns. Þannig kom hann hingað til lands í fyrra og lyfti tólf alþingismönnum og árið 1989 fékk Steingrímur Hermannsson, þáverandi forsætisráðherra, svipaða meðhöndlun. Sri Chinmoy er 73 ára gamall og af útliti hans að dæma er erfitt að ímynda sér að kraftajötunn sé þar á ferð. Eymundur segir hins vegar að þessi aldni spekingur virki hugarorkuna með þessum árangri. "Hann leggur áherslu á að þetta sé ekki bara eitthvert skemmtiatriði heldur sé grunnurinn innri vinna, hugleiðsla og einbeiting og það sé forsenda þess sem þú getur gert út á við," segir hann. Að mati Eymundar er útilokað að brögð séu í tafli. "Þarna stóðu menn eins og vaxtarræktartröllið Bill Pearl við hliðina á honum og sáu að enginn maðkur var í mysunni. Pearl sagði að það sem hann hefði orðið vitni að væri engum manni fært, sama á hvaða aldri hann væri." Ekki er útilokað að kappinn heimsæki frostbitna Frónverja á næstunni en Eymundur vill þó engu lofa. "Það er erfitt að fullyrða nokkuð, þetta verður bara að koma í ljós."
Erlent Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira