Erlent

Sistani fordæmir árás á mosku

Æðsti sjíaklerkur Íraks, Ali Husseini al Sistani, fordæmir árás bandarískra hermanna á moskuna Abu Hanifa í Bagdad. Bandarískir hermenn réðust inn í moskuna, sem er ein helgasta moska súnnímúslíma, á föstudaginn. Þrír voru drepnir í árásinni, fimm særðust og um 40 manns voru handteknir. Sistani fordæmdi árásina á sjónvarpsstöðinni Al-Manar, sem rekin er af Hezbollah. Sistani var á dögunum gagnrýndur af súnnímúslímum fyrir að fordæma ekki árás bandarískra hermanna á Falluja, þar sem meirihluti íbúa er súnnímúslímar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×