Erlent

Hætta auðgun úrans

Íranar hafa gert hlé á auðgun úrans og annarri þróun kjarnorkuvopna samkvæmt tilkynningu sem var útvarpað í Íran í gær. Írönsk stjórnvöld hafa ákveðið að gera hlé á þróun kjarnorkuvopna í samræmi við samninga sem þau gerðu við Evrópusambandið og til að forðast refsiaðgerðir af hálfu Sameinuðu þjóðanna. Skrifstofa kjarnorkueftirlits SÞ í Vínarborg segist taka yfirlýsinguna trúanlega. Á fimmtudaginn er búist við að Evrópusambandið tilkynni úrskurð sinn um hvort Íranar hafi staðið við gerða samninga um auðgun úrans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×