Erlent

Fjárfestar hrekjast frá Afríku

Átök á Fílabeinsströndinni og í Darfur-héraði í Súdan fæla erlenda fjárfesta frá öðrum Afríkuríkjum. Þetta kom fram á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Eþíópíu um verslun og viðskipti. Afríka er fátækasta heimsálfan. Í fyrra var um 990 milljörðum króna af erlendu fé varið til fjárfestinga í Afríku, samanborið við 3.498 milljarða króna í Kína. Formaður efnahagsnefndar Afríku hjá SÞ segir það nauðsynlegt að halda í og auka erlendar fjárfestingar til að auka og viðhalda hagsæld í álfunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×