Erlent

Kafbátarnir úreltir

Yfirmaður danska herflotans harmar það að báðir kafbátar danska hersins skulu úreltir í hagræðingarskyni nú í vikunni. Danska þingið samþykkti í júní síðastliðnum að tvöfalda fjölda danskra hermanna sem geta tekið þátt í alþjóðlegum aðgerðum. Á móti kom að kafbátarnir Sælen og Springeren skyldu úreltir. Danski herinn hefur búið yfir kafbátum undangengin 75 ár og var Sælen meðal annars notaður við innrásina í Írak, þar sem hann safnaði upplýsingum um skipaumferð. Hann var fluttur til Danmerkur í júní í fyrra vegna vélarbilunar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×