Hafa náð tökum á eldinum en eiga mikið starf fyrir höndum 13. október 2005 15:02 Slökkviliðið í Reykjavík virðist hafa náð tökum á eldinum á svæði Hringrásar við Klettagarða. Það skíðlogar þó enn í stórum haugum af ýsmu rusli en ekki er óttast að eldurinn breiðist frekar út. Mikinn reyk leggur enn frá svæðinu. Ljóst er að slökkviliðsmenn eiga langa nótt fyrir höndum. Allt tiltækt lið höfuðborgarsvæðisins hefur verið að störfum frá því klukkan tíu í gærkvöld og hefur aðstoð borist frá nágrannasveitarfélögum og frá Keflavíkurflugvelli. Slökkviliðsmenn nota nú gröfur til að moka úr haugnum þar sem eldurinn er mestur. Gríðarlegan reykjarmökk lagði yfir stórt svæði í nágrenninu og voru íbúðir á Kleppsvegi rýmdar, allt frá Dalbraut að Laugarnesvegi. Alls eru skráðir 567 manns í þeim íbúðum sem rýmdar voru en einhverjir voru ekki heima. Fólkið var flutt með strætisvögnum í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Langholtsskóla. Einhverjir fór þó beint til ættingja og vina og gista þar í nótt. Þeir sem ekki eiga í önnur hús að venda fá að gista í Langholtsskóla í nótt. Læknar og hjúkrunarfólk er til taks í fjöldahjálparstöðinni. Engum verður leyft að snúa heim fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Ætlunin er að reykræsta íbúðir í nágrenninu en ljós þykir að einhverjar skemmdir hafi orðið af völdum reyks sem lagði yfir svæðið. Lögregla kallaði út aukamannskap og hefur verið tvöföld vakt frá því eldurinn kviknaði.Þá voru björgunarsveitir kallaðar út um klukkan ellefu í gærkvöld og aðstoðuð þær við brottflutning fólks. Björgunarsveitarmenn eru enn að störfum og aðstoða lögreglu við gæslu. Ekki er vitað um nein alvarleg slys á fólki, einhverjir leituðu aðstoðar vegna snerts af reykeitrun og fregnir voru af einum slökkviliðsmanni sem slasaðist lítillega. Ekki liggur fyrr hversu mikið tjón hefur orðið í þessum stórbruna en ljóst er að það er umtalsvert, bæði á svæði Hringrásar og í nærliggjandi íbúðum. Rauði krossinn hefur opnað upplýsingasíma þar sem menn geta fengið upplýsingar um ættingja sína, síminn er 1717.MYNDASÍÐA Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
Slökkviliðið í Reykjavík virðist hafa náð tökum á eldinum á svæði Hringrásar við Klettagarða. Það skíðlogar þó enn í stórum haugum af ýsmu rusli en ekki er óttast að eldurinn breiðist frekar út. Mikinn reyk leggur enn frá svæðinu. Ljóst er að slökkviliðsmenn eiga langa nótt fyrir höndum. Allt tiltækt lið höfuðborgarsvæðisins hefur verið að störfum frá því klukkan tíu í gærkvöld og hefur aðstoð borist frá nágrannasveitarfélögum og frá Keflavíkurflugvelli. Slökkviliðsmenn nota nú gröfur til að moka úr haugnum þar sem eldurinn er mestur. Gríðarlegan reykjarmökk lagði yfir stórt svæði í nágrenninu og voru íbúðir á Kleppsvegi rýmdar, allt frá Dalbraut að Laugarnesvegi. Alls eru skráðir 567 manns í þeim íbúðum sem rýmdar voru en einhverjir voru ekki heima. Fólkið var flutt með strætisvögnum í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Langholtsskóla. Einhverjir fór þó beint til ættingja og vina og gista þar í nótt. Þeir sem ekki eiga í önnur hús að venda fá að gista í Langholtsskóla í nótt. Læknar og hjúkrunarfólk er til taks í fjöldahjálparstöðinni. Engum verður leyft að snúa heim fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Ætlunin er að reykræsta íbúðir í nágrenninu en ljós þykir að einhverjar skemmdir hafi orðið af völdum reyks sem lagði yfir svæðið. Lögregla kallaði út aukamannskap og hefur verið tvöföld vakt frá því eldurinn kviknaði.Þá voru björgunarsveitir kallaðar út um klukkan ellefu í gærkvöld og aðstoðuð þær við brottflutning fólks. Björgunarsveitarmenn eru enn að störfum og aðstoða lögreglu við gæslu. Ekki er vitað um nein alvarleg slys á fólki, einhverjir leituðu aðstoðar vegna snerts af reykeitrun og fregnir voru af einum slökkviliðsmanni sem slasaðist lítillega. Ekki liggur fyrr hversu mikið tjón hefur orðið í þessum stórbruna en ljóst er að það er umtalsvert, bæði á svæði Hringrásar og í nærliggjandi íbúðum. Rauði krossinn hefur opnað upplýsingasíma þar sem menn geta fengið upplýsingar um ættingja sína, síminn er 1717.MYNDASÍÐA
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira