Erlent

SÞ rannsaka misnotkun

Sameinuðu Þjóðirnar hafa sett af stað rannsókn vegna meintra ásakana á hendur starfsmönnum stofnunarinnar í Kongó. Alls hafa borist yfir 150 ásakanir vegna meintra nauðgana, vændissölu og barnamisnotkun á flóttamönnum í herbúðum Sameinuðu Þjóðanna í Kongó. Sum atvikin hafa verið tekin upp á myndband, eða náðst á ljósmynd. Ásakanirnar minna um margt á sambærilegar ásakanir á hendur starfsmönnum Sameinuðu Þjóðanna í Vestur-Afríku fyrir tveimur árum. Þá vísuðu Sameinuðu Þjóðirnar ásökununum á bug, en nú segjast forsvarsmenn Sameinuðu Þjóðanna ætla að rannsaka ofan í kjölinn hvort einhver fótur sé fyrir ásökununum að þessu sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×