Erlent

Gera tilraunir með fanga

Alþjóðleg og suður-kóresk mannréttindasamtök hafa krafist rannsóknar á því hvort Norður-Kóreumenn noti pólitíska fanga við rannsóknir á efnavopnum. Abraham Cooper, frá Simon Wiesenthal-miðstöðinni í Los Angeles, sagði að hann væri sannfærður um að tilraunir með eiturgas á mönnum færu fram innan ríkisins. Einn af þeim sem hafa sagt frá þessum tilraunum er rúmlega þrítugur vísindamaður sem segist hafa tekið þátt í þeim. Hann flúði til Suður-Kóreu fyrir tveimur árum. Stjórnvöld í Norður-Kóreu segjast aldrei hafa gert tilraunir með efnavopn á föngum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×