Erlent

Mótmælin halda áfram

Mótmæli halda enn áfram í Úkraínu þar sem stór hluti almennings neitar að sætta sig við opinberar niðurstöður forsetakosninga á sunnudaginn var. Mótmælendum lenti saman við óeirðalögreglu í gær og umferð í Kænugarði stóð í stað. Leonid Kuchma, fráfarandi forseti, segir mótmælin pólitískan farsa en hvatti deilendur til að leysa ágreining sinn með friðsamlegum hætti. Kuchma lýsti áður yfir stuðningi við forsætisráðherra landsins sem er opinber sigurvegari forsetakosninganna. Kuchma hefur einnig verið sakaður um aðild að víðtækum kosningasvikum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×