Erlent

Dómurinn var dómsmorð

Arne Haugestad, verjandi norska stjórnarerindrekans Arne Treholt sem árið 1985 var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna, segir að dómurinn hafi verið dómsmorð. Hann hefur ekki tjáð sig um málið fyrr en nú að búið er að létta trúnaði af málsskjölunum. Í bók sem hann hefur skrifað og ætlar að kynna í dag er meðal annars greint frá því hvernig norska lögreglan og leyniþjónustan fölsuðu skjöl til þess að fá Treholt sakfelldan. Treholt afplánaði aðeins átta ár af dómnum og býr nú við Miðjarðarhafið og gerir það gott í viðskiptum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×