Erlent

HIV-smituðum fjölgar nokkuð

Tæplega fjörutíu milljónir manna eru smitaðar af HIV-veirunni samkvæmt nýrri ársskýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í morgun en alþjóðlegi alnæmisdagurinn er 1. desember næstkomandi. Smituðum hefur fjölgað nokkuð því fyrir tveimur árum var fjöldi HIV-smitaðra í heiminum tæplega 37 milljónir. Alþjóðlegu mannréttindarsamtökin Amnesty International lýsa þungum áhyggjum af fjölda kvenna og barna sem smituð eru af alnæmi, ekki síst í vanþróuðum ríkjum Afríku þar sem mikið sé um hópnauðganir og annað kynferðislegt ofbeldi gagnvart konum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×