Erlent

Óttast ofbeldi í Úkraínu

Javier Solana, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambansins, óttast að ofbeldi brjótist út í Úkraínu þar sem stór hluti almennings neitar að sætta sig við opinberar niðurstöður forsetakosninganna á sunnudaginn var. ÖSE, Öryggis- og samvinnustofun Evrópu, hefur lýst því yfir að svo virðist sem svik hafi verið í tafli við framkvæmd kosninganna. Fyrr í morgun sagði Leonid Kuchma, fráfarandi forseti, mótmælin pólitískan farsa en hvatti deilendur til að leysa ágreining sinn með friðsamlegum hætti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×