Erlent

Atkvæðagreiðslan verði endurtekin

Annar forsetaframbjóðendanna í Úkraínu, Viktor Yushchenko, segist samþykkur því að atkvæðagreiðsla fari fram að nýju í forsetakosningunum þar í landi, gegn því að utanaðkomandi aðili hafi eftirlit með framkvæmd hennar. Samkvæmt opinberum niðurstöðum sigraði Viktor Yanukovych forsætisráðherra í kosningunum sem fram fóru um síðustu helgi en Yushchenko, sem er leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hefur sakað stjórnvöld um að hafa af sér sigurinn með kosningasvindli. Fulltrúar Evrópusambandsins telja að kosningasvik hafi verið framin og neitar almenningur að sætta sig við opinbera niðurstöðu kosninganna. Átök hafa átt sér stað í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, og er óttast að borgarastyrjöld kunni jafnvel að brjótast út vegna ólgunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×