Erlent

Rússi dæmdur fyrir njósnir

Rússneskur vísindamaður sem sakaður var um njósnir fyrir Kínverja var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í Síberíu í dag. Hinn dæmdi, Valentin Danilov að nafni, var sakaður um að hafa selt kínverskum yfirvöldum viðkvæmar upplýsingar um rússneska herinn og vopn hans. Dómurinn í dag er einn fjölmargra sem fallið hafa yfir rússneskum vísinda- og fjölmiðlamönnum sem sakaðir hafa verið um njósnir gegn Rússum síðan Vladímír Pútín, sem sjálfur er fyrrverandi njósnari, var kjörinn forseti landsins fyrir fjórum árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×