Erlent

Brauðsneið seld á tvær milljónir

Tíu ára gömul ristuð brauðsneið var seld á tæpar tvær milljónir króna á uppboðsvefnum eBay. Það var spilavíti á netinu sem keypti brauðsneiðna á uppboðinu. Ástæðan fyrir því að forsvarsmenn spilavítisins voru tilbúnir að borga tæplega tvær milljónir fyrir hana er að á brauðsneiðinni má greina mynd sem eigandinn, og greinilega fleiri, telja vera af Maríu mey. Forsvarsmenn spilavítisins segja brauðsneiðina vera orðna hluta af poppmenningunni. Þeir ætla að fara með sneiðina í heimsreisu og selja hana síðan á uppboði og láta andvirðið renna til góðgerðarmála.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×