Erlent

Vilja kæra Blair

Breskir þingmenn hafa enn á ný sakað Tony Blair forsætisráðherra um að blekkja Breta til að fara í stríð í Írak. Nokkrir þingmenn vilja að hann verði kærður fyrir embættisbrot. Þegar hafa 23 þingmenn skrifað undir tillögu þess efnis að þingnefnd verði komið á fót til að rannsaka framgöngu Blairs í málinu áður en stríðið hófst. Nokkrir þjóðþekktir Bretar eins og Terry Jones, Colin Redgrave og Frederick Forsyth styðja átakið. Til að tillagan verði samþykkt þarf stuðning rúmlega 300 þingmanna að auki, ef samþykkt verður að ræða hana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×