Erlent

Tæpur sigur

Þremur vikum eftir forsetakosningarnar var George W. Bush lýstur sigurvegari kosninganna í Nýju Mexíkó. Samkvæmt endanlegum úrslitum sigraði hann með 5.988 atkvæðum. Þar með hlaut hann 49.8 prósent atkvæða. John Kerry hlaut 49 prósent atkvæða og Ralph Nader 0.5 prósent. Því sigraði Bush með tæpu prósentustigi hærra en Kerry í fylkinu. Samkvæmt óopinberum tölum sigraði Bush einnig í Iowa með minna en einu prósentustigs mun. Þar verður tilkynnt um lokatölur í næstu viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×