Erlent

Bjóða friðarviðræður

Samkvæmt háttsettum talsmanni Sameinuðu þjóðanna er forseti Sýrlands, Bashar Assad, tilbúinn að hefja friðarviðræður við Ísrael án skilyrða. Það er þó ekki alveg ljóst hvort yfirvöld í Damaskus hafa fallið frá þeirri kröfu sinni að viðræður við Ísraela myndu byggja á þeim samningaviðræðum sem slitnaði upp úr fyrir fjórum árum. Þá buðust Ísraelar til að draga sig frá stærstum hluta Gólanhæða. Sýrlendingar hafa alloft sagt að þeir vilji allar Gólanhæðir í skiptum fyrir friðarsamning við Ísrael.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×