Erlent

ESB geri svartan lista

Evrópuríkin eiga að safna saman og deila með sér upplýsingum um fyrirtæki sem hafa orðið uppvís að því að beita mútum til að tryggja sér samninga, að mati Peter Eigen, forstjóra alþjóðlegrar stofnunar um gagnsæi í viðskiptum. Þetta kom fram á ráðstefnu í gær um leiðir til að sporna við spillingu. Eigen segir að Evrópusambandið eigi einnig að íhuga að skipa sérstakan saksóknara sem getur rannsakað spillingarmál innan ríkja Evrópusambandsins. Ráðuneytisstjóri austurríska innanríkisráðuneytisins segir mútur vera algengar í heilbrigðis- og byggingariðnaði og varnarmálum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×