Erlent

Bjartsýnn á að friður náist

Forsætisráðherra Pakistans, Shaukat Aziz, kveðst bjartsýnn á að friður náist á milli Pakistans og Indlands í kjölfar fundar hans með forsætisráðherra Indlands, Manmohan Singh, í dag. Nágrannaþjóðirnar tvær, sem báðar hafa yfir kjarnorkuvopnum að ráða, hafa lengi eldað grátt silfur saman og spennan í heimshlutanum því mikil í ljósi vopnaeignar landanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×