Erlent

Óskaði Janúkóvits til hamingju

Vladímír Pútin, forseti Rússlands, óskaði í morgun Viktor Janúkóvits til hamingju með sigurinn í forsetakosningunum sem fram fóru í Úkraínu á sunnudag. Háttsettur fulltrúi rússneskra stjórnvalda hafði það eftir Pútín að sigur Janúkóvits skapaði kjöraðstæður fyrir samskipti ríkjanna tveggja. Sigri Janúkóvits er hins vegar ekki eins vel tekið heima fyrir og hafa um tvö hundruð þúsund manns mótmælt honum harðlega á götum Kænugarðs í fjóra daga. Viktor Júsjenkó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sakar stjórnvöld um kosningasvindl og hvetur til allsherjarverkfalls í landinu til að mótmæla opinberri niðurstöðu forsetakosninganna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×