Erlent

Baráttudagur gegn ofbeldi á konum

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi á konum. Af því tilefni vakti Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, athygli á því að ofbeldi gegn konum viðgengst um heim allan, í öllum þjóðfélögum og menningarheimum. Í yfirlýsingu sagði Annan ofbeldið algengt á átakasvæðum þar sem konur og stúlkur verða fyrir kynferðislegum árásum, þeim sé nauðgað eða þær seldar mansali. Þá ljáði hann máls á nýrri hættu, alnæmissmiti, en kynferðisglæpir gera konur líklegri til að smitast. Oft fylgir hótun um frekara ofbeldi sé getnaðarvörnum ekki sleppt og ofbeldið getur gert konum ókleift að leita upplýsinga eða læknishjálpar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×