Erlent

Íranar vilja undanþágur

Íranar vilja halda áfram að nota skilvindur, sem nota má til að auðga úran, þrátt fyrir samning við ESB um að hætta öllum tilraunum og þróun kjarnavopna. Íranar halda þvi fram að skilvindurnar séu ekki hluti af samningnum og þær eigi að nota í tilraunaskyni en ekki til að auðga úran. Yfirmaður Alþjóðlegu kjarnorkueftirlitsstofnunarinnar segir að þetta leiði til þess að vilji Írana til að standa við gerða samninga verði dreginn í efa og gæti orðið til þess að málinu verði vísað til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem getur beitt Íran refsiaðgerðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×