Erlent

Sprengjur finnast í Belfast

Sprengjusérfræðingar í breska hernum gerðu eldsprengju, sem fannst í verslun í miðborg Belfast, óvirka í gær. Sprengjufundurinn þykir benda til þess að IRA ætli sér að fremja ódæðisverk í jólaösinni. Starfsfólk verslunarinnar fann sprengjuna eftir lokun þegar það leitaði undir fatastæðum eftir ábendingar og viðvaranir lögreglu um aukna hættu á sprengjuárás. Fimm eldsprengjur hafa fundist í verslunum í Belfast það sem af er þessum mánuði. Talið er að félagar úr IRA, sem eru andsnúnir vopnahléinu sem samtökin gerðu árið 1997, hafi komið sprengjunum fyrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×