Erlent

Hætta auðgun úrans

Stjórnvöld í Íran hafa heitið Evrópusambandinu og Alþjóðakjarnorkustofnuninni að standa við loforð sitt um að hætta auðgun úrans og öllum öðrum tengdum aðgerðum. Þetta er haft eftir írönskum embættismanni, sem fundaði með fulltrúum Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar í Vínarborg í morgun. Hann sagðist vera bjartsýnn á að stjórnvöld næðu samkomulagi við stofnunina og ESB um þá kröfu að halda áfram notkun 20 kjarnaofna í rannsóknarskyni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×