Erlent

Neyðarfundur innan stundar

Neyðarfundur úkraínska þingsins hefst í Kænugarði innan stundar, og verður fjallað um þá ólgu sem ríkt hefur í landinu eftir forsetakosningarnar um síðustu helgi. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka hafa tilkynnt þátttöku sína á fundinum, nema flokkur Viktors Janúkóvits, forsætisráðherra. Janúkóvits var lýstur opinber sigurvegari kosninganna og vakti það hörð viðbrögð helsta keppinautar hans, Viktors Jútjenkós, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem sakar stjórnvöld um kosningasvik. Mikil reiði er meðal almennings sem krefst þess að kosningarnar verði gerðar ógildar. Forsetar Póllands og Litháens, auk utanríkismálastjóra Evrópusambandsins og rússneskra stjórnarerindreka, reyndu að miðla málum í Úkraínu í gær, en Janúkóvits hefur gefið í skyn að hann muni ekki gefa sigurinn eftir. Óttast margir að borgararstyrjöld kunni því að vera í uppsiglingu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×