Erlent

Rúmenar fá 50 milljarða aukastyrk

Evrópusambandið hefur ákveðið að veita Rúmeníu ríflega 50 milljarða íslenskra króna í aukastyrki þegar landið gengur í Evrópusambandið árið 2007. Bróðurpartur upphæðarinnar fer í að auka öryggi við landamæri Rúmeníu. Upphæðin sem um ræðir blikknar þó við hliðina á þeirri fjárhæð sem Rúmenar þurfa að eyða í umhverfismál, til þess að uppfylla skilyrði ESB, sem verður væntanlega í kringum 1500 milljarðar íslenskra króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×