Erlent

100 dagar liðnir frá gíslatöku

Þess var minnst víða í Frakklandi í gær að 100 dagar eru síðan frönsku blaðamennirnir Christian Chesnot og Georges Malbrunot voru teknir í gíslingu í Írak. Í leiðurum franskra dagblaða var fjallað um málið og leikkonan Isabelle Adjani hvatti til þess í útvarpsviðtali að gíslarnir yrðu látnir lausir. Jacques Chirac, forsætisráðherra Frakklands, sagði þetta vera dapurlegan dag. Hann sagði tíma til kominn að gíslatökumennirnir veittu blaðamönnunum frelsi á ný.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×