Erlent

Bandarísk herflugvél fórst

Bandarísk herflugvél með sex manns innanborðs er talin hafa farist einhvers staðar í Afganistan. Um borð voru þrír áhafnarmeðlimir og þrír hermenn. Neyðarmerki heyrðust frá svæðinu í kringum Hindu Kush fjöllin og var leitað úr lofti og á landi. Talið er að vélin hafi hrapað en þetta var flutningsvél sem flutti hermenn og búnað til landsins. Meira en eitt hundrað bandarískir hermenn hafa látist í flugslysum í Afganistan síðan aðgerðir þar hófust eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×