Erlent

Fiðrildafaraldur í Mexíkó

Tugir milljóna fiðrilda frá Bandaríkjunum og Kanada streyma nú til vetrardvalar í Mexíkó og nota tímann jafnframt til að fjölga sér. Er talið að fjöldinn nái allt að hundrað milljónum fiðrilda fyrir jól. Vísindamönnnum er hulin ráðgáta hvers vegna þessi eina fiðrildategund leitar svo langt til vetrardvalar því aðrar tegundir af þessum svæðum leita annað og styttra. Fiðrildin setjast að í fjallahéruðum og þegar þau flykkjast þangað er það einna líkast því þegar lundinn sest upp í Vetmannaeyjum, milljónum saman á vorin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×