Erlent

Bráðbirgðastjórn skipuð í Úkraínu

Ákveðið var að skipa bráðabirgðastjórn í Úkraínu í dag í kjölfar þess að úkraínska þingið lýsti í dag vantrausti á ríkisstjórn Víktors Júsjenkos. Það er talið stórsigur fyrir stjórnarandstöðuna. Deilurnar nú virðast einkum snúast um hvort endurtaka eigi aðra umferð forsetakosninganna eða efna til nýrra kosninga. Hvorki Janúkovítsj né Júsjenko mættu lögum samkvæmt bjóða sig fram í nýjum kosningum. Þegar Hæstiréttur hefur kveðið upp úrskurð sinn ætla deilendur að ræðast við á ný.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×