Erlent

Lífstíðardómur staðfestur

Hæstiréttur í Svíþjóð staðfesti í morgun lífstíðardóm yfir morðingja Önnu Lindh, sem var utanríkisráðherra Svíþjóðar. Mihajlo Mihajlovich fór fram á að fá vægari dóm á grundvelli þess að hann sé ósakhæfur, en hann heldur því fram að raddir hafi talað til sín og að það sé þeim að kenna að hann framdi morðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×