Erlent

Annar stormur á leiðinni

Íbúar á austurhluta Filipseyja búa sig nú undir að enn annar hitabeltisstormurinn gangi yfir landið. Miklir vindar og rigning hafa hamlað björgunarstarfi sem enn er í fullum gangi eftir tvo fyrri storma. Yfir fjögur hundruð manns hafa látist í óveðrunum og 177 manns er saknað. Miklar skriður og flóð urðu í kjölfar stormanna. Búist er við því að hvirfilbylurinn Namandol, gangi yfir landið seinni partinn í dag eða snemma á morgun. Og er áætlað að hann geti náð allt að 240 kílómetra hraða á klukkustund.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×