Erlent

Vilja fá aðgang að herstöðvum

Eftirlitsmenn á vegum alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar vilja fá aðgang að tveimur leynilegum herstöðvum í Íran þar sem grunur leikur á að Íranar vinni þar að þróun kjarnorkuvopna. Íranar halda því statt og stöðugt fram að kjarnorkuáætlun landsins sé einungis til þess ætluð að framleiða rafmagn, en grunur hefur um hríð leikið á því hið raunverulega markmið væri þróun vopna. Síðast á mánudag tókst Írönum að komast hjá refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna með því að hætta auðgun málma, sem unnt væri að nota í kjarnorkuvopn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×