Erlent

Atvinnuleysi eykst í Þýskalandi

Atvinnuleysi hefur aukist í Þýskalandi 10. mánuðinn í röð. Nú eru tæplega 4,5 milljónir manna án atvinnu í Þýskalandi, eða hartnmær 11% vinnuaflans. Efnahagskerfið þýska hefur verið í mikilli lægð undanfarið, þó að ákveðin batamerki séu nú sjáanleg. Verst er ástandið í austurhluta Þýskalands, þar sem atvinnuleysið slagar hátt í 19 prósent. Ríkisstjórn Gerhards Schröders kanslara leggur nú allt kapp á að bæta ástandið og er bæting á atvinnuástandinu sagt mikilvægasta verkefni stjórnarinnar á næstu árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×