Erlent

Í fangelsi fyrir að fljúga fullur

Flugmaður finnska flugfyrirtækisins Finnair hefur verið dæmdur í 6 mánaða fengelsi fyrir að fljúga ölvaður flugvél fullri af farþegum. Hann er sá fyrsti sem verður fyrir barðinu á nýjum áfengislögum í Finnlandi, sem kveða á um að fangelsa megi flugstarfsfólk sem flýgur undir áhrifum áfengis. Í dómsorðum yfir flugmanninum kemur fram að sýnt þyki að hann hafi innbyrt allt að sjö vínglösum auk eins bjórs áður en vélin tók á loft. Fyrir vikið var hann látinn taka pokann sinn hjá flugfélaginu finnska.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×