Erlent

Vill ekki nýjar kosningar

Vladimir Pútín segist andvígur því að forsetakosningarnar í Úkraínu verði endurteknar. Fari hins vegar svo að slíkt verði ofan á, skuli hefja allt kosningaferlið á nýjan leik og því ekki kosið á ný fyrr en eftir að minnsta kosti þrjá mánuði. Færi svo er ljóst að Leonid Kútsma, fráfarandi forseti Úkraínu, sem fundaði með Pútín áðan, getur notað þann tíma til þess að setja mark sitt á ksoningabaráttuna og þar með hafa áhrif á það hver verði kosinn. Báðir segjast þeir Pútín og Kútsma hafa miklar áhygjur af því að allt bramboltið í kringum kosningarnar eigi eftir að skipta þjóðinni í tvennt. Skömmu eftir fund Pútíns og Kútsma, sagði George Bush Bandaríkjaforseti að hver sem niðurstaðan yrði í Úkraínu ættu erlendir stjórnmálamenn ekki að skipta sér af því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×