Erlent

Þúsund manns látnir eða saknað

Yfir þúsund manns hafa látist eða er saknað eftir að flóð og aurskriður á Filippseyjum. Í morgun gekk fellibylur yfir landið en austurhluti landsins hafði þegar orðið illa úti í tveimur stormum sem riðu þar yfir fyrr í vikunni. Yfir 160 þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín í gær sökum hættu sem stafaði af fellibylnum. Björgunarstaf hefur gengið hægt sökum veðurs en hundruð hermanna sem unnu að björgunarstarfi í gær var ógnað af flóðum. Eyðileggingin vegna ofsaveðranna er mikil en filippeysk stjórnvöld hafa óskað eftir alþjóðlegri hjálp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×