Erlent

Gangast við eiturefnaslysinu

Dow Chemical Company hefur gengist við því að bera fulla ábyrgð á eiturefnaslysinu í Bhopal á Indlandi sem kostaði þúsundir lífið árið 1984. Fyrirtækið mun greiða um tólf milljarða dollara, eða sem nemur um 770 milljörðum króna, í skaðabætur. Slys varð í verksmiðju Union Carbide og fjörutíu tonn af baneitruðu efni láku út. Þúsundir til viðbótar þjást ennþá af afleiðingum slyssins. Ástandið í borginni er ennþá mjög bágborið og tuttugu þúsund manns eru til að mynda tilneydd að drekka eitrað grunnvatn þaðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×