Erlent

Kveikt á jólatré Hvíta hússins

Það styttist óðum í jólin og jólaandinn er farinn að svífa yfir vötnum víða um heim. Það er hefð fyrir því að Bandaríkjaforseti kveiki á jólatréi fyrir utan Hvíta húsið og í gærkvöldi tendraði George Bush jólaljósin á þjóðarjólatréinu með aðstoð tveggja skátastúlkna. Þetta er jafnan hátíðleg stund fyrir forsetann en Bush minntist af þessu tilefni þeirra sem gegna herskyldu og sérstaklega þeirra sem munu eyða jólunum í Írak eða Afganistan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×