Erlent

Lögreglustjóri eftirmaður Ridge

Bush Bandaríkjaforseti hefur valið eftirmann Tom Ridge heimavarnaráðherra sem sagði nýlega af sér. Fyrir valinu varð Bernard Kerik sem var lögreglustjóri í New York borg og hlaut mikið lof fyrir framgöngu sína í kringum árásirnar 11. september 2001. Síðar starfaði hann í Írak þar sem hann þjálfaði írakska lögreglumenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×