Erlent

Atkvæðagreiðslan endurtekin

Hæstiréttur Úkraínu úrskurðaði fyrir stundu að önnur umferð forsetakosninganna í landinu, sem fram fór fyrir tæpum tveimur vikum, sé ógild. Í úrskurðinum segir jafnframt að atkvæðagreiðslan skuli endurtekin þann 26. desember næstkomandi, eða á annan í jólum. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum var Viktor Janúkovítsj, forsætisráðherra Úkraínu, sigurvegari kosninganna samkvæmt opinberum tölum en mótframbjóðandi hans, Viktor Júsjenko, hefur statt og stöðugt haldið því fram að um kosningasvindl hafi verið að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×