Erlent

Vísa ábyrgðinni á Kongóstjórn

Utanríkisráðherra Rúanda, sagði það verða á ábyrgð stjórnvalda í Kongó ef stríð brýst út milli ríkjanna tveggja. Hann staðfesti að rúandískir hermenn væru komnir til Kongó til að berjast við rúandíska uppreisnarmenn sem hafast þar við og tóku þátt í þjóðernishreinsununum í Rúanda 1994. Stjórnvöld í Kongó vilja Rúandaher burt og ákváðu að senda hermenn sína á vettvang. Fá ár eru liðin síðan Rúanda var eitt margra ríkja sem tók þátt í mannskæðu stríði í Kongó. Rúandastjórn sakar Kongó um að skýla rúandískum uppreisnarmönnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×