Erlent

Nýr forsætisráðherra valinn

Það að Ramush Haradinaj kunni að verða ákærður fyrir stríðsglæpi kom ekki í veg fyrir að þingmenn á þingi Kosovo kusu hann forsætisráðherra. Haradinaj er 36 ára Kosovo-Albani sem stýrði uppreisnarsveitum Kosovo-Albana í baráttunni gegn serbneskum yfirvöldum. Talið er að framganga hans á þeim vettvangi kunni að leiða til þess að hann verði ákærður fyrir stríðsglæpi og óttast margir að það kunni að grafa undan friðarferlinu á svæðinu. Hann var yfirheyrður af rannsakendum Stríðsglæpadómstólsins í Haag í síðasta mánuði en hefur ekki verið ákærður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×